Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Viðburðir

Fyrningar og Sýnisbók í Gunnarshúsi

29.11.2022 - 20:00 to 29.11.2022 - 22:00

Gunnarshús,
Dyngjuvegi 8,
104 Reykjavík
Ísland

Bókaútgáfa 2022
Bókaútgáfa 2022

Á haustdögum komu út tvær bækur á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Annars vegar Greinasafnið Fyrningar. Ritgerðir um bókmenntir fyrri alda eftir Véstein Ólason, prófessor emeritus og fyrrverandi forstöðumann Árnastofnunar, og hins vegar Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland (Specimen Islandiæ non barbaræ) sem er bókmenntasögulegt rit samið á latínu af Jóni Þorkelssyni (1697–1759) Skálholtsrektor.

Í tilefni af þessari útgáfu mun stofnunin efna til bókakynningar í Gunnarshúsi, þriðjudagskvöldið 29. nóvember kl. 20.

Helgi Skúli Kjartansson, sagnfræðingur og prófessor emeritus, mun ræða við Véstein Ólason vegna greinasafnsins og Guðrún Ingólfsdóttir bókmenntafræðingur mun ræða við Hjalta Snæ Ægisson vegna útgáfu hans á Sýnisbókinni.

Allir velkomnir.

 

2022-11-29T20:00:00 - 2022-11-29T22:00:00
Skrá í dagbók
-