Skip to main content
22. júní 2018
Höfundur Eddu

Ég hlaut að sæta þeim örlögum að verða fyrsti doktor frá Háskóla Íslands, sem útskrifaður var af konu sem deildarforseta, Helgu Kress, fyrstu konu sem kosin var deildarforseti í Háskóla Íslands frá stofnun hans 1911. Í lok ávarps míns við upphaf athafnarinnar var brugðið á léttara hjal og orðum beint að forseta og sagt:

22. júní 2018
Hringaná og kvenkenningar

Eftirfarandi texti var upphaflega skrifaður sem svar við fyrirspurn til Vísindavefs Háskóla Íslands. Spyrjandi vildi fá svar við því hvort Hringaná væri eiginnafn.

Orðið hringaná er ekki eiginnafn heldur kvenkenning. Í fornu skáldamáli var mjög notast við kenningar og hafa skáld leikið sér við kenningasmíð allt fram á þennan dag. Snorri Sturluson fjallar um kenningar í kaflanum Skáldskaparmál í Eddu sinni og kennir hvernig kenna skuli sól, vind, eld, vetur, sumar, menn, konur, gull og fleira. Um konur segir meðal annars:

22. júní 2018
Alls konar kerlingar

Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: ‛gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabók. Orðið er leitt af karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi í stofni. Í þessum pistli verður augum beint að kerlingu sem lifandi veru og ýmsum samsetningum þar sem kerling er fyrri liður.

22. júní 2018
Ástir og útsaumur. Kvennakvæðin í Eddu: Guðrúnarkviður, Oddrúnargrátur og Guðrúnarhvöt

Hetjukvæðin í Eddu raðast saman í samfellda frásögn. Atburðarásin hnitast um bölið sem hlaust af gulli dvergsins Andvara, og þau ósköp sem græðgi og valdabarátta leiddi yfir hetjur kvæðanna. Eftir að aðalkarlhetja kvæðanna Sigurður hefur vegið Fáfni og eignast gullið sem ormurinn Fáfnir lagðist á ríður Sigurður fyrir valkyrjuna Sigurdrífu og þiggur af henni góð manndómsráð. Sigurdrífa reynist vera Brynhildur Buðladóttir og þau verða elskendur en vegna galdra Grímhildar Guðrúnarmóður gleymir Sigurður heitum sínum við Brynhildi og tekur saman við Guðrúnu Gjúkadóttur.

22. júní 2018
„vorkynna“ höfundar Íslendingasagna „konunum“?

Íslendingasögur fjalla, eins og alþjóð veit, um vígaferli og eilífar þingreiðir og þingsetur karla. Á meðan sitja konur heima og gæta bús og barna og reyna að jafna sig eftir strembið ráðabrugg. Örsjaldan er sjónarhorninu beint inn á heimilið þar sem þær sitja og dilla barni eða skara eld að köku sinni. Þó koma stöku myndir upp í hugann, t.d. af Guðrúnu Ósvífursdóttur þar sem hún situr og spinnur tólf alna garn.

Aldrei sést kona gefa barni brjóst í Íslendingasögum og aðeins eitt dæmi úr Fljótsdæla sögu er um konu sem venur meybarn af brjósti: