Fræðarar á Austurlandi
Fræðarar frá Árnastofnun héldu áfram hemsóknum sínum í grunnskóla landsins og heimsóttu Austurland í síðustu viku. Ferðir fræðara eru einn liður verkefnisins Handritin til barnanna.
NánarFræðarar frá Árnastofnun héldu áfram hemsóknum sínum í grunnskóla landsins og heimsóttu Austurland í síðustu viku. Ferðir fræðara eru einn liður verkefnisins Handritin til barnanna.
NánarFöstudaginn 18. desember, kl. 15, verður nýr vefur Árnastofnunar, nafnið.is, formlega opnaður. Af því tilefni verður haldinn smáviðburður sem streymt verður á netinu. Sagt verður frá vinnunni við vefinn og flutt stutt erindi um örnefni. Í lok fundar mun Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra opna vefinn formlega.
NánarLaugardaginn 3. október kl. 11.30−14 skýtur Árnastofnun upp kollinum í Sláturhúsinu á Egilsstöðum með myndbandsinnsetninguna Óravíddir, orðaforðatölvuleik og miðaldaskrifarastofu. Dagskráin er hluti af miðlunarverkefninu Handritin til barnanna.
NánarMeðal þess sem varðveitt er í handritasafni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru fjölmörg fornbréf. Efni bréfanna er af ýmsum toga en oftar en ekki eru þau fremur stutt og formleg, greina frá jarðakaupum, kaupmálum, dómsmálum og erfðamálum eða staðfesta vitnisburð manna.
NánarÁrlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir eitthvað sem vel er gert á sviði málræktar eða líklegt er til að efla íslenska tungu. Á málræktarþingi, sem haldið var 26. september og bar yfirskriftina Viðhorf til íslensku, fengu eftirtaldir viðurkenningu:
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stóð fyrir „opnu húsi" í Edinborgarhúsinu á Ísafirði laugardaginn 26. september síðastliðinn. Forsvarsmenn hússins tóku vel á móti gestum sem fengu fyrirmyndaraðstöðu fyrir verkefni sín.
NánarAlþjóðasvið Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum skipulagði tvo sumarskóla í íslenskri tungu og menningu á þessu sumri. Alls tóku tæplega sextíu nemar þátt í þessum námskeiðum.
NánarSeint á 19. öld þegar Jón Árnason safnaði þjóðsögum og ævintýrum til útgáfu voru honum sendar uppskriftir af sögum víðs vegar að af landinu og fékk hann gjarnan mörg tilbrigði við sömu sögu frá mismunandi söfnurum.
Nánar