Jónsbókarhandrit frá 14. öld
Flestar varðveittar skinnbækur frá miðöldum geyma lög, fyrst og fremst Jónsbók frá 1281 og kristinrétt Árna biskups Þorlákssonar frá 1275, auk réttarbóta konungs og kirkjuskipana. Til eru hátt á annað hundrað lögbóka og lögbókarbrota frá miðöldum, nærri fjórðungur allra íslenskra handrita og handritsbrota á skinni sem til eru.
Nánar