Auglýsing um styrki
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2011 lausa til umsóknar.
NánarStofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auglýsir styrki Snorra Sturlusonar fyrir árið 2011 lausa til umsóknar.
NánarMánudaginn 5. júlí 2010, hefst fjögurra vikna alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku í Háskóla Íslands. Námskeiðið er ætlað erlendum háskólastúdentum. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum gengst fyrir námskeiðinu í samvinnu við hugvísindasvið Háskóla Íslands og annast skipulagningu þess.
NánarVeittar verða kr. 150.000 til að styrkja rithöfund til dvalar á Norðurlöndum. Umsóknir um styrkinn skulu berast Bókasafnssjóði höfunda, Dyngjuvegi 8, 104 Reykjavík. Síðasti skiladagur umsóknanna er 9. júlí 2010. Þeim skal fylgja greinargerð um hvernig umsækjandi hyggst verja styrknum.
NánarNý vefslóð Orðabankans er www.ordabanki.hi.is. Fyrri slóð, http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search, er ekki lengur virk.
NánarÞrjú ný Icelandic Online námskeið verða opnuð í Norræna húsinu 7. september kl. 16. Vigdís Finnbogadóttir opnar námskeiðin. Icelandic Online er vefnámskeið í íslensku sem öðru máli. Þegar hafa verið útbúin námskeiðin Icelandic Online og Icelandic Online 2.
NánarFrændafundur 7 er ráðstefna sem er haldin á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Føroya í samvinnu við Norræna húsið. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölbreytileg efni sem tengjast Íslandi og Færeyjum. Öllum er heimill ókeypis aðgangur.
NánarFjölbreytt tónlist verður flutt allan daginn og fram á kvöld í Bókasal Þjóðmenningarhússins á Menningarnótt. Dagskráin hefst strax kl. 14 og lýkur á ellefta tímanum um kvöldið. Enginn aðgangseyrir verður að tónleikum eða sýningum og gestir geta nýtt sér barna- og fjölskyldunálgun sem útbúin hefur verið fyrir flestar sýningar í húsinu.
NánarLaugardaginn 28. ágúst kl. 17 verður fluttur einleikurinn Hallveig ehf. í gömlu Reykholtskirkju í Reykholti. Leikurinn fjallar um ævi Hallveigar Ormsdóttur sem var seinni kona Snorra Sturlusonar og bjó með honum í Reykholti þar til hún lést rétt rúmlega fertug að aldri.
NánarÁrlegur fundur norrænu málnefndanna og ráðstefna í framhaldi af honum fer fram í Þórshöfn í Færeyjum 26.-28. ágúst. Guðrún Kvaran stofustjóri á orðfræðisviði stofnunarinnar flytur þar erindið: Nabosprogsundervisning på Island og opfølgningen af Nordisk sprogdeklaration.
Nánar