Skip to main content

Fréttir

Hallveig ehf. í Reykholti 28. ágúst

Laugardaginn 28. ágúst kl. 17 verður fluttur einleikurinn Hallveig ehf. í gömlu Reykholtskirkju í Reykholti. Leikurinn fjallar um ævi Hallveigar Ormsdóttur sem var seinni kona Snorra Sturlusonar og bjó með honum í Reykholti þar til hún lést rétt rúmlega fertug að aldri. Margrét Ákadóttir fer með hlutverk Hallveigar, en leikinn skrifaði Hlín Agnarsdóttir í samvinnu við Margréti. Leikstjóri er Inga Bjarnason.

Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Snorrastofu.