Frændafundur 7 er ráðstefna sem er haldin á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Føroya í samvinnu við Norræna húsið. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölbreytileg efni sem tengjast Íslandi og Færeyjum. Öllum er heimill ókeypis aðgangur.
Laugardaginn 21. ágúst er ráðstefnan í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands, sunnudaginn 22. ágúst í Norræna húsinu. Mánudaginn 23. ágúst verður málstofa um tilbrigði í færeysku máli í stofu 311 í Árnagarði. Sjá nánar: