Handritasafn Árna Magnússonar á lista UNESCO
Handritasafn Árna Magnússonar er í hópi 35 verka sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur sett á sérstaka varðveisluskrá sína.
NánarHandritasafn Árna Magnússonar er í hópi 35 verka sem Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur sett á sérstaka varðveisluskrá sína.
NánarSjötta alþjóðlega sumarskólanum í handritafræðum er lokið þetta árið. Yfir sextíu manns hurfu glaðir á braut eftir strangt nám og vikudvöl hérlendis. Skólinn er á vegum stofnunarinnar og Árnastofnunar í Kaupmannahöfn í góðu samstarfi við Landsbókasafn-Háskólabókasafn. Annað hvert ár fer námið fram í Kaupmannahöfn.
NánarFélag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Fornleifarannsóknir síðustu ára og saga Íslands á sextándu, seytjándu og átjándu öld laugardaginn 31. október nk. í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.
NánarAð venju verða málstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum haldnar mánaðarlega í vetur. Fram að jólum eru áætlaðar þrjár málstofur. Sú fyrsta verður föstudaginn 9. október (málstofunni hefur verið frestað) en síðan verða þær að jafnaði haldnar síðasta föstudag hvers mánaðar.
NánarStarf í Nordisk sprogkoordination hefur verið auglýst laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út á hádegi þann 25. september. Lesa auglýsinguna (á dönsku).
NánarÖrnefnasöfnun og örnefnaskráning eru hugðarefni manna um land allt. Svavar Sigmundsson stofustjóri Örnefnasafns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fer á næstunni um landið og verður á fræðslufundum um örnefni. Svavar hefur um langt árabil rannsakað örnefni og mun hann m.a.
NánarÞann 5. október hefst 8 vikna íslenskunámskeið á vegum Háskóla Íslands sem nefnist: Icelandic Online Plus. Icelandic Online Plus er vefnámskeið í íslensku sem er ætlað erlendum háskólanemum.
NánarÁ vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa verið ofin mörg gagnasöfn sem nýtast mönnum í leik og starfi. Á Vísindavöku verða nokkur þeirra kynnt þar sem gestir geta leitað svara með aðstoð vísindamanna. Hver kannast ekki við óvissu um málnotkun, beygingu, merkingu og hver orti hvaða vísu? Er t.d.
NánarÁsgeir Blöndal Magnússon, höfundur Íslenskrar orðsifjabókar (1989) og starfsmaður Orðabókar Háskólans um áratuga skeið, síðast sem forstöðumaður hennar, hefði orðið 100 ára 2. nóvember næstkomandi. Af því tilefni verður næsta málþing tímaritsins Orðs og tungu helgað minningu Ásgeirs.
Nánar