Skip to main content

Fréttir

Málstofur vetrarins hefjast 9. október

Að venju verða málstofur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum haldnar mánaðarlega í vetur. Fram að jólum eru áætlaðar þrjár málstofur. Sú fyrsta verður föstudaginn 9. október (málstofunni hefur verið frestað) en síðan verða þær að jafnaði haldnar síðasta föstudag hvers mánaðar. Svavar Sigmundsson talar á málstofu í lok október og Guðrún Ingólfsdóttir heldur erindi á málstofu nóvembermánaðar.

Málstofur verða haldnar að Neshaga 16, í húsnæði orðfræðisviðs á efstu hæð, og hefjast kl. 15:00. Hver málstofa verður kynnt nánar á vefsíðu stofnunarinnar þegar nær dregur.