Skip to main content

Fréttir

Fornleifarannsóknir síðustu ára og saga Íslands á sextándu, seytjándu og átjándu öld

Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Fornleifarannsóknir síðustu ára og saga Íslands á sextándu, seytjándu og átjándu öld laugardaginn 31. október nk. í Þjóðarbókhlöðu, fyrirlestrasal á 2. hæð. Málþingið hefst kl. 13.00 og því lýkur um kl. 16.30.

Guðrún Ása Grímsdóttir rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum flytur þar erindi auk fræðimannanna Gunnars Karlssonar, Halldórs Bjarnasonar, Mjallar Snæsdóttur og Steinunnar J. Kristjánsdóttur. Fundarstjóri verður Þóra Kristjánsdóttir.