Skip to main content

Fréttir

Vefnaður stofnunarinnar á Vísindavöku

Á vegum Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafa verið ofin mörg gagnasöfn sem nýtast mönnum í leik og starfi. Á Vísindavöku verða nokkur þeirra kynnt þar sem gestir geta leitað svara með aðstoð vísindamanna. Hver kannast ekki við óvissu um málnotkun, beygingu, merkingu og hver orti hvaða vísu? Er t.d. gott mál að segja; húsið opnar kl. tólf? Hvernig er kvenmannsnafnið Ýr í þágufalliHvernig er aðalfundur á finnskuEftir hvern er vísan „Ap., jún., sept., nó(v) ...“ og hvernig var hún upphaflega? Svörin við þessum spurningum og fleirum eru ofin í gagnasöfn stofnunarinnar sem finna má á heimasíðunni og verða kynnt á Vísindavöku.

Vísindamenn á stofnuninni munu einnig standa vaktina undir hatti Tungutækniseturs á vökunni. Vísindavaka fer fram föstudaginn 25. september kl. 17-22 í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu.