Nýdoktorastyrkir Rannsóknasjóðs
Vísindanefnd háskólaráðs auglýsir styrki sem ætlaðir eru nýdoktorum (post-docs) í starfi við Háskóla Íslands. Til nýdoktora teljast þeir sem lokið hafa doktorsverkefni sl. fimm ár.
NánarVísindanefnd háskólaráðs auglýsir styrki sem ætlaðir eru nýdoktorum (post-docs) í starfi við Háskóla Íslands. Til nýdoktora teljast þeir sem lokið hafa doktorsverkefni sl. fimm ár.
NánarMenntamálaráðherra hefur að fenginni umsögn dómnefndar Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum um prófessorshæfi umsækjenda og stjórnar stofnunarinnar skipað Guðrúnu Nordal í embætti forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum til fimm ára frá 1. mars nk.
NánarHugvísindaþing verður haldið 13. og 14. mars í Aðalbyggingu Háskólans. Þingið hefst eftir hádegi föstudaginn 13. mars og stendur svo allan laugardaginn. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Háskólans: www.hugvis.hi.is/page/hugvis_thing_2009
NánarÁrsskýrsla Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fyrir árið 2008 er komin út á rafrænu formi. Hún hefur að geyma yfirlit yfir starfsemi stofnunarinnar og rekstrarreikning. Skýrsluna má opna í pdf skjali hér á síðunni.
NánarMenningarverðlaun DV verða afhent í þrítugasta sinn í Iðnó í kvöld, miðvikudaginn 4.mars. Verðlaunin, sem eru veitt í átta flokkum - bókmenntum, byggingarlist, fræðum, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist -, eru fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári.
NánarMenningarverðlaun DV voru afhent í gær. Verðlaunin, sem voru veitt í átta flokkum - bókmenntum, byggingarlist, fræðum, hönnun, kvikmyndalist, leiklist, myndlist og tónlist -, eru fyrir framúrskarandi árangur á listasviðinu á síðastliðnu ári.
NánarGuðrún Nordal, prófessor, tók við starfi forstöðumanns Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum þann 1. mars sl. Menntamálaráðherra skipaði Guðrúnu í embættið til 5 ára að fenginni umsögn dómnefndar stofnunarinnar um prófessorshæfi umsækjenda og stjórnar stofnunarinnar.
NánarStarfsmenn nafnfræðisviðs stofnunarinnar hafa í samstarfi við Landmælingar Íslands og Loftmyndir ehf. unnið að þróun veflægrar kortasjár fyrir örnefni. Þessi nýja veflausn mun án efa hleypa miklum krafti í skráningu og staðsetningu örnefna í stafrænan gagnagrunn.
NánarÍ viðtali við Guðrúnu Nordal, forstöðumann stofnunarinnar, í Víðsjá á Rás eitt í gær kom m.a. fram mikilvægi þess að hús yfir starfsemina rísi en upphaflega var áætlað að starfsemin sameinist í húsi íslenskra fræða árið 2011.
Nánar