Skip to main content

Fréttir

Nýdoktorastyrkir Rannsóknasjóðs


Vísindanefnd háskólaráðs auglýsir styrki sem ætlaðir eru nýdoktorum (post-docs) í starfi við Háskóla Íslands. Til nýdoktora teljast þeir sem lokið hafa doktorsverkefni sl. fimm ár.

Styrkhæfir eru nýdoktorar sem eru verkefnaráðnir tímabundið til að leggja stund á rannsóknir við Háskóla Íslands eða stofnanir í tengslum við hann. Styrkþega er heimilt að verja styrk til eigin launa eða annars kostnaðar við rannsóknir sínar.
Styrkirnir eru hluti viðbótarfjárveitingar Háskóla Íslands til Rannsóknasjóðs Háskólans til stuðnings rannsóknanámi og nýdoktorum við Háskólann.

Við mat á umsóknum er litið til gæða verkefnis umsækjanda út frá vísindalegu gildi þess og rannsóknaráætlun. Enn fremur er ritvirkni umsækjanda metin og umfang starfa hans við Háskólann. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting, frá deild eða stofnun, á að umsækjandi njóti fullnægjandi aðstöðu við Háskólann til þeirra rannsókna, sem hann hyggst stunda.

Umsóknafrestur er til 1. mars nk. 

Nánari upplýsingar veitir Sverrir Guðmundsson, vísindasviði (sverrirg@hi.is). Umsóknum skal skilað rafrænt til vísindasviðs á sérstökum eyðublöðum sem fást hér: