AM 558 a 4to er eitt af mörgum, fleiri en 150, handritum skrifuðum af Ásgeiri Jónssyni skrifara Árna Magnússonar og Þormóðs Torfasonar. Handritið er eftirrit Valla-Ljóts sögu eftir óþekktu forriti og var skrifað milli 1686 og 1688 í Kaupmannahöfn. Ásgeir fékk uppreisn æru eftir barnsgetnað utan hjónabands og komst upp úr því til Kaupmannahafnar, líklega haustið 1686, með meðmælabréf til háskólans. Hann er skráður í stúdentatölu 19. nóvember en að öðru leyti er ekkert vitað um háskólaferil hans.