Í rannsóknunum er einkum stuðst við þrjú rafræn gagnasöfn auk annarra heimilda. Grunnur hafði verið lagður að öllum þessum söfnum áður en verkefnið hófst en þau hafa verið aukin og gengið þannig frá þeim að þau nýtist sem best við málrannsóknir. Stefnt er að því að gögnin verði öllum aðgengileg að verkefninu loknu.
Bréfasafn
Þetta er safn persónulegra einkabréfa sem skrifuð voru til vina og ættingja bréfritara, Íslendinga fæddra á 19. öld. Flest bréfin voru skrifuð á því tímabili en sum snemma á 20. öld. Í safninu eru ljósmyndir af bréfunum ásamt nákvæmri eftirritun textans en auk þess hafa verið skráðar ýmsar upplýsingar um bréfin (dagsetning, ritunarstaður o.þ.h.) og bréfritarana (aldur þeirra, uppruni o.fl.) eftir því sem heimildir eru um. Í safninu eru nú næstum 2000 bréf frá liðlega 350 bréfriturum.
Bréfasafnið birtir dæmi um persónulega málnotkun sem ætla má að standi tiltölulega nærri daglegu tali fólks. Áhersla hefur verið lögð á að safna bréfum frá fólki víðs vegar um land, úr ólíkum þjóðfélagshópum og konum jafnt sem körlum þannig að þau gefi sem heilsteyptasta mynd af máli Íslendinga á 19. öld.
Að stofni til er bréfasafnið afrakstur verkefnisins Íslenskt mál á 19. öld sem Haraldur Bernharðsson og Jóhannes Gísli Jónsson stóðu að og naut styrkja úr Rannsóknarsjóði Háskóla Íslands. Innan verkefnisins hefur safnið verið aukið nokkuð og unnið að ýmiss konar frágangi á efniviðnum. Stefnt er að því að gera safnið aðgengilegt á vef og tilraunaútgáfu má finna hér: http://brefasafn.arnastofnun.is/.
Blaða- og tímaritasafn
Í safninu eru valdir textar úr íslenskum blöðum og tímaritum frá 19. öld. Þeir eru að stofni til úr gagnasafni Landsbókasafns - Háskólabókasafns, Tímarit.is, en ljóslesnir textar þaðan hafa verið leiðréttir og tilreiddir þannig að þeir henti til málfræðirannsókna. Auk þess hafa nokkrir textar úr blöðum frá fyrstu áratugum 19. aldar verið slegnir inn eftir myndum á Tímarit.is. Þau blöð voru prentuð með gotnesku letri og í slíkum tilvikum skilar ljóslestur litlum árangri. Nú eru í safninu tæplega 900 tölublöð.
Blaðasafnið geymir dæmi um útgefna texta og málnotkun á opinberum vettvangi á tímabilinu. Blöð og tímarit fara víða, þau spanna mörg hver vítt efnissvið og hafa breiðan lesendahóp.
Unnið hefur verið að gerð blaðasafnsins, m.a. þróun aðferða til vélrænna leiðréttinga á ljóslesnum textum, í samstarfi ýmissa verkefna á orðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum með styrkjum úr Rannsóknasjóði Háskóla Íslands og Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Íslenskur trjábanki
Sögulegi íslenski trjábankinn (IcePaHC) er gagnasafn sem sett var saman til þess að greiða fyrir setningafræðilegum rannsóknum á íslensku. Efni frá 19. öld er einungis lítill hluti safnsins sem spannar tímabilið frá upphafi ritaldar til okkar daga (12.-20. öld). Tiltölulega lítið 19. aldar efni er í gagnasafninu (sjá lista yfir texta) en á móti kemur að textarnir eru málfræðilega fullgreindir (beygingarleg og setningarleg mörk) og trjábankinn gefur því færi á að skoða ýmsa málfræðilega eiginleika án þess að vera bundinn af fyrirfram gefnum orðum eða orðmyndum. Textarnir í trjábankanum eru einkum frásagnartextar og því af öðrum toga en efnið í hinum gagnasöfnunum tveimur.
Að gerð trjábankans stóðu Joel Wallenberg, Anton Karl Ingason, Einar Freyr Sigurðsson og Eiríkur Rögnvaldsson og naut verkefnið styrkja frá Rannsóknasjóði, NSF og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands.
- Wallenberg, Joel C., Anton Karl Ingason, Einar Freyr Sigurðsson and Eiríkur Rögnvaldsson. 2011. Icelandic Parsed Historical Corpus (IcePaHC). Version 0.9. (http://www.linguist.is/icelandic_treebank)
Aðrar heimildir
- Tímarit.is. Landsbókasafn - Háskólabókasafn.
- Útgefin bréfasöfn frá 19. öld (sjá heimildaskrá)
- Málfræðibækur og kennslubækur í íslensku frá 19. öld
- Ritgerðir og verkefni úr Lærða skólanum (varðveitt á Þjóðskjalasafni)
- Rannsóknir á sögu og samfélagi 19. aldar
Hér á eftir fer listi yfir ýmsar gagnlegar heimildir á sviði verkefnisins - fræðileg skrif um kenningar og aðferðir, rit um íslenskt mál og málsögu, skrif um sögu og samfélag á 19. öld og útgáfur á frumheimildum, einkum bréfum og öðrum sjálfskrifum.
Heimildaskrá
Fræðileg umræða, kenningar og aðferðir
- Biber, Douglas. 1988. Variation across speech and writing. Cambridge: Cambridge University Press.
- Biber, Douglas, & Susan Conrad. 2009. Register, genre, and style. Cambridge: Cambridge University Press.
- Broomans, Petra, Goffe Jensma, Hans Vandervoorde & Maarten Van Giderachter (eds.). 2008. The Beloved Mothertongue: Ethnolinguistic Nationalism in Small Nations : Inventories and Reflections. (Groningen cultural studies 33.) Leuven: Peeters.
- Chambers, J.K. 1995. Sociolinguistic Theory. Oxford: Blackwell.
- Chambers, J.K., Peter Trudgill & Natalie Schilling-Estes (ritstj.). 2004. The Handbook of Language Variation and Change. Oxford: Blackwell.
- Coulmas, Florian (ritstj.). 1998. The Handbook of Sociolinguistics. Oxford: Blackwell.
- Deumert, Ana, & Wim Vandenbussche (ritstj.). Germanic standardizations. Past to present. IMPACT. Studies in Language and Society 18. Amsterdam / Philadelphia: John Benjamins.
- Dossena, Marina & Gabrielle Del Lungo Camiciotti (ritstj.). 2012. Letter Writing in Late Modern Europe. Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins.
- Eckert, Penelope, & John R. Rickford (ritstj.). 2001. Style and Sociolinguistic Variation. Cambridge: Cambridge University Press.
- Eiríkur Rögnvaldsson, Anton Karl Ingason & Einar Freyr Sigurðsson. 2011. Coping with Variation in the Icelandic Diachronic Treebank. Í: J. B. Johannessen (ritstj.), Language Variation Infrastructure. Oslo Studies in Language 3(2), bls. 97–112. (https://www.journals.uio.no/index.php/osla/article/view/104/202)
- Eythórsson, Thórhallur (ritstj.). 2008. Grammatical Change and Linguistic Theory. The Rosendal papers. Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins.
- Fennell , Barbara. 2000. A History of English: A Sociolinguistic Approach. Oxford: Wiley-Blackwell.
- Hale, Mark R. 2006. Theory and Method in Historical Linguistics. Oxford: Blackwell.
- Hernández-Campoy, Juan Manuel, & Juan Camilo Conde-Silvestre (ritstj.). 2012. The Handbook of Historical Sociolinguistics. Oxford: Wiley-Blackwell.
- Johnstone, Barbara. 2000. Qualitative Methods in Sociolinguistics. Oxford: Oxford University Press.
- Joseph, Brian D., & Richard D. Janda. 2003. The Handbook of Historical Linguistics. Oxford: Blackwell.
- Josephson, Folke, & Ingmar Söhrman (ritstj.). 2008. Interdependence of Diachronic and Synchronic Analyses. (Studies in Language Companion Series 103.) Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins.
- Kemenade, Ans Van, & Bettelou Los. 2009. The Handbook of the History of English. Oxford: Blackwell.
- Labov, William. 1994. Principles of Linguistic Change 1. Internal Factors. Oxford: Blackwell.
- Labov, William. 2001. Principles of Linguistic Change 2. Social Factors. Oxford: Blackwell.
- Labov, William. 2007. Transmission and Diffusion. Language 83:344–387.
- Labov, William. 2010. Principles of Linguistic Change 3. Cognitive and Cultural Factors. Oxford: Wiley-Blackwell.
- Lehmann, Winfred P. 1981. Historical linguistics and sociolinguistics. International Journal of the Sociology of Language 31:11-27.
- Lightfoot, David. 2006. How New Languages Emerge. Cambridge University Press, Cambridge.
- Marshall, Jonathan. 2004. Language Change and Sociolinguistics. Rethinking Social Networks . (Palgrave Studies in Language Variation.) Palgrave Macmillan.
- McEnery, Tony, & Andrew Hardy. 2012. Corpus Linguistics. Method, Theory and Practice. Cambridge: Cambridge University Press.
- Milroy, James. 1991. Language ideologies and the consequences of standardization. Journal of Sociolinguistics 5/4: 530–555.
- Milroy, James. 1992. Linguistic variation and change. On the historical sociolinguistics of English. (Language in society 19.) Oxford : Blackwell.
- Milroy, Lesley, & Matthew Gordon. 2002. Sociolinguistics: Method and Interpretation. 2. útgáfa. Oxford: Wiley-Blackwell.
- Nevalainen, Terttu, & Helena Raumolin-Brunberg. 2003. Historical Sociolinguistics. Longman.
- Nevalainen, Terttu, Irma Taavitsainen, Päivi Pahta & Minna Korhonen (ritstj.). 2008. The Dynamics of Linguistic Variation. Corpus evidence on English past and present. (Studies in Language Variation 2.) Amsterdam: John Benjamins.
- Romaine, Suzanne. 1982. Socio-historical linguistics. Its status and methodology. (Cambridge studies in linguistics 34.) Cambridge/New York: Cambridge University Press.
- Rutten, Gijsbert & Marijke J. van der Wal. 2014. Letters as Loot. A sociolinguistic approach to seventeenth- and eighteenth-century Dutch. (Advances in Historical Sociolinguistics 2). Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins. (Sjá: https://www.jbe-platform.com/content/books/9789027269577.)
- Rutten, Gijsbert, Rik Vosters & Wim Vandenbussche (ritstj.). 2014. Norms and usage in language history, 1600–1900. A sociolinguistic and comparative perspective. (Advances in Historical Sociolinguistics 3). Amsterdam/Philadelphia: John Benjamins.
- Sandersen, Vibeke. 2003. "Jeg skriver dig til for at lade dig vide": skrivefærdighed og skriftsprog hos menige danske soldater i treårskrigen 1848-50. 2 bindi. Kaupmannahöfn: C.A. Reitzels Forlag.
- Tagliamonte, Sali A. 2006. Analysing Sociolinguistic Variation. Cambridge: Cambridge University Press.
- Tagliamonte, Sali A. 2012. Variationist Sociolinguistics. Change, Observation, Interpretation. Oxford: Wiley-Blackwell.
- Trudgill, Peter. 2010. Investigations in Sociohistorical Linguistics. Stories of Colonisation and Contact. Cambridge: Cambridge University Press.
- Trudgill, Peter. 2011. Sociolinguistic Typology. Social Determinants of Linguistic Complexity. Oxford: Oxford University Press.
- van der Wal, Marijke J., & Gijsbert Rutten (ritstj.). 2013. Touching the Past. Studies in the historical sociolinguistics of ego-documents. (Advances in Historical Sociolinguistics 1.) Amsterdam: John Benjamins.
- Baldur Jónsson (ritstj.). 2006. Þjóð og tunga. Ritgerðir og ræður frá tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
- Halldóra Kristinsdóttir. 2006. Ég hugsi, voni og ímyndi mér. Um i-endingu ō-sagna í 1. persónu eintölu í nútíð framsöguháttar. Óprentuð BA-ritgerð við Háskóla Íslands.
- Jóhannes B. Sigtryggsson. 2003. Hrein tunga. Í: Jón Ingvi Jóhannsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé & Sverrir Jakobsson (ritstj.), Þjóðerni í þúsund ár?, bls. 91–103. Háskólaútgáfan, Reykjavík.
- Jóhannes B. Sigtryggsson. 2011. Málið á Ævisögu Jóns Steingrímssonar. Doktorsritgerð frá Háskóla Íslands. Reykjavík: Hugvísindastofnun.
- Jón Aðalsteinn Jónsson. 1959. Ágrip af sögu íslenzkrar stafsetningar. Íslenzk tunga 1:71‒119.
- Kjartan G. Ottósson. 1987. An archaising aspect of Icelandic purism: the revival of extinct morphological patterns. Pirkko Lilius & Mirja Saari (eds.). The Nordic Languages and Modern Linguistics 6. Proceedings of the Sixth International Conference of Nordic and General Linguistics in Helsinki, August 18-22, 1986. Bls. 311‒324. Helsinki.
- Kjartan G. Ottósson. 1990. Íslensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit. Reykjavík: Íslensk málnefnd.
- Kjartan G. Ottósson. 1992. The Icelandic Middle Voice. The Morphological and Phonological Development. Department of Scandinavian Languages, Lund University.
- Kristín Eik Gústafsdóttir. 2006. Hálb er öld hvar. Um lokhljóðun [v] á eftir l og r. Óprentuð BA-ritgerð við Háskóla Íslands.
- Kristján Árnason. 2002. Upptök íslensks ritmáls. Íslenskt mál og almenn málfræði 24:157–193.
- Kristján Árnason. 2003. Icelandic. Í: Deumert, Ana, & Wim Vandenbussche (ritstj.). Germanic standardizations. Past to present, bls. 245–279. (IMPACT. Studies in Language and Society 18.) Amsterdam / Philadelphia: John Benjamins.
- Linda Ösp Heimisdóttir. 2008. Yfirlit yfir beygingu karlkyns ija-stofna frá nítjándu öld til nútímamáls. Óprentuð BA-ritgerð við Háskóla Íslands.
- Sigrún María Ammendrup. 2007. Flámæli á 19. öld. Rannsókn á stafsetningu einkabréfa. Óprentuð BA-ritgerð við Háskóla Íslands.
- Svavar Sigmundsson. 1990–1991. Hreinsun íslenskunnar. Íslenskt mál og almenn málfræði 12–13:128–142.
- Svavar Sigmundsson. 1998. Staða rannsókna á máli 18. aldar. Vefnir 1. vefrit (http://vefnir.is/rit.php?id=66).
- Svavar Sigmundsson. 2003. Purisme og nation på Island. Í: Brunstad, Endre (ritstj.), Purt og reint. Om purisme i dei nordiske språka, bls. 65–83. Høgskulen i Volda, Volda.
- Þorbjörg Hróarsdóttir. 1998. Setningafræðilegar breytingar á 19. öld. Þróun þriggja málbreytinga. Málfræðirannsóknir 10. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
- Aðalgeir Kristjánsson og Gísli Ágúst Gunnlaugsson. 1990. Félags- og hagþróun á íslandi á fyrri hluta 19. aldar. Saga 28:7-62.
- Erla Hulda Halldórsdóttir (ritstj.). 2002. 2. íslenska söguþingið 30. maí – 1. júní 2002. Ráðstefnurit I. Reykjavík: Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, Sagnfræðingafélag Íslands og Sögufélag. (Sjá einkum greinar í flokknum „Ritmenning, lestur og samfélag 1830-1930“, bls. 396-456.)
- Erla Hulda Halldórsdóttir. 2011. Nútímans konur. Menntun kvenna og mótun kyngervis á Íslandi 1850-1903. Reykjavík: Sagnfræðistofnun, RIKK og Háskólaútgáfan.
- Gísli Ágúst Gunnlaugsson. 1988. Family and Household in Iceland 1801-1930. Studies in the relationship between demographic and socio-economic development, social legislation and family and household structures. Doktorsritgerð frá Uppsala-háskóla. Stockholm: Almqvist & Wiksell International.
- Guðmundur Hálfdanarson. 1993. Íslensk þjóðfélagsþróun á 19. öld. Í: Guðmundur Hálfdanarson og Svanur Kristjánsson (ritstj.), Íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990, bls. 9-58. Reykjavík: Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands.
- Guðmundur Hálfdanarson. 1995. Social distinctions and national unity: On politics of nationalism in nineteenth-century Iceland. History of European Ideas 21.6:763-779.
- Guðmundur Hálfdanarson. 2007. Íslenska þjóðríkið – uppruni og endimörk. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag og ReykjavíkurAkademían.
- Halldór Bjarnason. 2006. The importance of being rich: Social mobility in two families in Iceland, ca 1800 to ca 1970. A paper for XIV International Economic History Congress, Helsinki, Finland, 21–25 August 2006; Session 39: Intergenerational Transmission of Occupation and Social Class.
- Hufnagel, Silvia. 2012. Icelandic society and subscribers to Rafn's Fornaldar sögur nordrlanda. Scripta Islandica 63:5-27.
- Ingi Sigurðsson. 2006. Erlendir straumar og íslenzk viðhorf. Áhrif fjölþjóðlegra hugmyndastefna á Íslendinga 1830-1918. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Ingi Sigurðsson og Loftur Guttormsson (ritstj.). 2003. Alþýðumenning á Íslandi 1830-1930. Ritað mál, menntun og félagshreyfingar. Sagnfræðirannsóknir 18. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Rask, Kirsten. 2002. Rasmus Rask. Store tanker i et lille land. Kaupmannahöfn: Gads Forlag.
- Saga Íslands. 2008/2009. Bindi IX og X. Ritstjóri Sigurður Líndal. Reykjavík: Sögufélag og Hið íslenska bókmenntafélag.
- Sigríður Matthíasdóttir. 2004. Hinn sanni Íslendingur – þjóðerni, kyngervi og vald á Íslandi 1900-1930. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Sigrún Pálsdóttir. 2010. Þóra biskups og raunir íslenskrar embættismannastéttar 1847-1917. Reykjavík: JPV útgáfa.
- Sigurður Gylfi Magnússon. 2010. Wasteland with Words: A Social History of Iceland. London: Reaktion Books Ltd.
Útgáfur: Bréfasöfn og önnur sjálfskrif
- Aðalgeir Kristjánsson og Hjalti Snær Ægisson (ritstj.). 2011. Ekkert nýtt nema veröldin. Bréfaskipti Gríms Thomsens og Brynjólfs Péturssonar. Reykjavík: Sögufélag.
- Bragi Þorgrímur Ólafsson. 2004. Landsins útvöldu synir. Ritgerðir skólapilta Lærða skólans í íslenskum stíl 1846-1904. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 7. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Erna Sverrisdóttir. 2000. Orð af eldi. Bréfasamband Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883-1914. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 4. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Ferðadagbækur Magnúsar Stephensen 1807-1808. 2010. Útgefendur: Anna Agnarsdóttir og Þórir Stephensen. Reykjavík: Sögufélag.
- Bréf Jóns Thoroddsens. 2016. Útgefandi Már Jónsson. Reykjavík: Sögufélag.
- Sigrún Sigurðardóttir. 1999. Elskulega móðir mín, systir, bróðir, faðir og sonur. Fjölskyldubréf frá 19. öld. Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 3. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
- Þorsteinn Vilhjálmsson. 2018. Hundakæti: Dagbækur Ólafs Davíðssonar 1881–1884. Reykjavík: Mál og menning.