Skip to main content

Viðburðir

Útgáfuteiti vegna ritsins Konan kemur við sögu

24. nóvember
2016
kl. 16.30–18.30
Konan kemur við sögu

Útgáfuteiti verður haldin í Safnahúsinu við Hverfisgötu fimmtudaginn 24. nóvember 2016 á milli kl. 16.30 og 18.30.

 

Á dagskrá teitinnar er að nokkrir pistlahöfundar skjóta gneistum úr pistlum sínum og kynna þannig umfjöllunarefni ritsins sem teygir anga sína frá eldfjöllum til gleðikvenna og frá vísum sem glötuðust til skólastelpumetings í spássíukroti.

Í káputexta bókarinnar segir:

Í bókinni Konan kemur við sögu eru birtir 52 fróðlegir og alþýðlegir pistlar sem allir fjalla á einn eða annan hátt um konur og kvennamenningu í aldanna rás.

Í pistlunum má til að mynda lesa um kvæða- og sagnakonur, skáldkonur og konur í bókmenntum og þjóðlífi fyrr og síðar, örnefni, nýyrði, tökuorð, íðorð, kenningar í skáldskap, orðabókagerð og handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum – og er þá ekki allt upp talið.

Höfundarnir eru núverandi og fyrrverandi starfsmenn Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum auk gestafræðimanna og góðvina stofnunarinnar. Með pistlaröðinni vildi Árnastofnun leggja sitt af mörkum í tilefni aldarafmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi árið 2015.

Fjöldi mynda prýðir bókina en nokkrar þeirra hafa ekki áður birst á prenti svo að vitað sé. 

2016-11-24T16:30:00 - 2016-11-24T18:30:00