Kynning á nýútkominni bók Einars G. Péturssonar Tíðfordríf Jóns Guðmundssonar lærða. Ritið er í tveimur bindum. Í fyrra bindi (369 bls.) er inngangur útgefanda ásamt heimildaskrá, nafnaskrá og handritaskrá. Í seinna bindinu (119 bls.) er texti Tíðfordrífs, ásamt orðaskrá og nafnaskrá. Handritið fjallar um miðaldabókmenntir, um yfirnáttúrulegar verur, náttúruundur Íslands, steina og ýmislegt tengt hjátrú, ágrip úr landafræði miðalda, ásamt fleiru. Í inngangi Einars er að finna afar ítarlegar skýringar á efni ritsins og varðveislu, og gerð er grein fyrir leit að þeim heimildum sem Jón lærði hefur stuðst við. Texti Tíðfordrífs er varðveittur í mörgum handritum, bæði í heild og í hlutum. Vegna þess hve efnið er fjölbreytt hafa einstakir kaflar varðveist víða en Tíðfordríf er nú gefið út í heild í fyrsta sinn.
Léttar veitingar.