Í tilefni af útkomu bókarinnar „Hvað verður fegra fundið?“ sem er tvímálaútgáfa á 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku verður haldið útgáfuhóf í Hallgrímskirkju 25. október. Bókin kemur út í tilefni af 350 ára ártíð skáldsins en Hallgrímur lést 27. október 1674.
Textana völdu Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir, sem einnig er ritstjóri útgáfunnar.
2024-10-25T17:00:00 - 2024-10-25T18:00:00