Nú stendur yfir könnun á þjónustu Árnastofnunar. Smelltu hér til að segja þitt álit. Loka
Skip to main content

Viðburðir

Útgáfuhóf: „Hvað verður fegra fundið?“

25. október
2024
kl. 17–18

Hallgrímskirkja
Hallgrímstorgi 1
101 Reykjavík
Ísland

Í tilefni af útkomu bókarinnar „Hvað verður fegra fundið?“ sem er tvímálaútgáfa á 50 textum úr verkum Hallgríms Péturssonar á ensku og íslensku verður haldið útgáfuhóf í Hallgrímskirkju 25. október. Bókin kemur út í tilefni af 350 ára ártíð skáldsins en Hallgrímur lést 27. október 1674.


Textana völdu Irma Sjöfn Óskarsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir, Svanhildur Óskarsdóttir og Margrét Eggertsdóttir, sem einnig er ritstjóri útgáfunnar.