Skip to main content

Viðburðir

Útgáfuhóf. Arfur og endurnýjun: Söngbók Ólafs á Söndum

22. ágúst
2024
kl. 16–18

Árnastofnun
Eddu, Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Séra Ólafur Jónsson (um 1560–1627), prestur á Söndum í Dýrafirði, var á meðal vinsælustu skálda á sinni tíð. Kvæði og sálmar annarra skálda eru yfirleitt varðveitt hér og þar í handritum en séra Ólafur safnaði kveðskap sínum saman í eina bók sem kölluð hefur verið Kvæðabók. Hún er merkilegt framlag til íslenskra bókmennta en hún er ekki hvað síst mikilvæg heimild um tónlist á Íslandi á 17. og 18. öld.

Þessi útgáfa kvæðanna með nótum, sem hér er kölluð Söngbók séra Ólafs Jónssonar á Söndum, er bæði ætluð fræðimönnum og áhugafólki um tónlist og sögu íslenskrar tónlistar.

Árni Heimir Ingólfsson, Johnny F. Lindholm, Margrét Eggertsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir bjuggu ritið til prentunar. Ritstjóri er Jóhannes B. Sigtryggsson.

Dagskrá

Guðrún Nordal býður gesti velkomna.
Jóhannes B. Sigtryggsson: Nokkur orð um útgáfuna
Árni Heimir Ingólfsson: Tónlistin við kvæði Ólafs á Söndum
Benedikt Kristjánsson syngur lögin Ó, ég manneskjan auma og Ó, Jesú minn, ég finn.
Þórunn Sigurðardóttir: Innsýn í tvö kvæði Ólafs á Söndum: Orðspegil og Um þá sem ekki þegja yfir leyndarmálum
Benedikt Kristjánsson syngur lögin Gleður minn enn sá góði bjór og Syng mín sál, með glaðværð góðri.
Margrét Eggertsdóttir: Barnagæla Ólafs (Með því ég skyldumst) og Drykkjuspil

Benedikt Kristjánsson söngvari syngur lög úr Söngbókinni.

Allir velkomnir!

2024-08-22T16:00:00 - 2024-08-22T18:00:00