Ólafsþing, árleg ráðstefna Máls og sögu, verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 26. október nk. í Safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg. Formleg dagskrá stendur frá kl. 10–16.30, en að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar. Ólafsþingið er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.
Dagskrá (ágrip erinda eru á heimasíðu Máls og sögu (www.malogsaga.org).
Fyrri hluti: Lögmál og regla
10.00–10.30 Kristján Árnason: Um Craigieslögmál í norrænum kveðskap.
10.30–11.00 Þorgeir Sigurðsson: Reglan um sterkt atkvæði í vísuorði.
Hlé: kaffi, te og kleinur
11.30–12.00 Svavar Sigmundsson: Þróun hljóðdvalar í rímnakveðskap.
12.00–12.30 Helgi Skúli Kjartansson: Þegar brageyrað blekkir.
Hádegishlé
Síðari hluti: Orðhlutar, orð og orðasambönd
13.30–14.00 Haukur Þorgeirsson: Neitanir og aldur Eddukvæða.
14.00–14.30 Kelsey Page Hopkins: Kerfisvæðing sem kvarði: tillaga að greiningarkerfi fyrir viðskeyti með uppruna í sjálfstæðum orðum.
14.30–15.00 Margrét Jónsdóttir: Um nafnorðið GRÁP.
Hlé: kaffi, te og kleinur
15.30–16.00 Jón Axel Harðarson: Hitt orðið um ‘konu’ í indóevrópsku.
16.00–16.30 Katrín Axelsdóttir: Orðasambönd verða til.
Ráðstefnuslit og léttar veitingar
Allir velkomnir!