Skip to main content

Röskun verður á þjónustu Árnastofnunar næstu mánuði. Sjá nánar.

Viðburðir

Sundlaugamenning – lifandi hefðir

28.10.2023 - 13:00 to 28.10.2023 - 16:00

Edda,
Arngrímsgötu 5,
107 Reykjavík,
Ísland

Lagt hefur verið til að sundmenning Íslendinga fari á skrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf. 

Unnið hefur verið að verkefninu í nokkurn tíma og nú verður sundiðkun skráð á vefinn Lifandi hefðir laugardaginn 28. október. Af því tilefni verður málþing um sundlaugamenningu haldið í fyrirlestrasal Eddu og hefst það kl. 13.

Haldin verða stutt erindi um sund og sundmenningu og kynnt verður bókin Sund eftir þjóðfræðingana Valdimar Tr. Hafstein og Katrínu Snorradóttur sem kemur út hjá Forlaginu í nóvember.

Dagskrá

13–13.15 Setning. Forseti Íslands hr. Guðni Th. Jóhannesson opnar dagskrá málþingsins. Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstjóri vefsins Lifandi hefðir, kynnir efni og dagskrá málþingsins.

13.15–13.35 Sund. Sagt frá bókinni Sund eftir Valdimar Tr. Hafstein og Katrínu Snorradóttur þjóðfræðinga. Bókin kemur út hjá Forlaginu í nóvember.

13.35–13.50 Sundmenning á Íslandi fest á filmu. Stutt myndbrot um sundmenningu á Íslandi. Myndefnið er unnið af Reykjavíkurborg í samstarfi við vefinn Lifandi hefðir.

13.50–14.05 Sund fyrir þjóð – sundlaugaþrá í samkomubanni. Hildur Knútsdóttir rithöfundur flytur hugvekju.

14.05–14.20 Sundlaugamenning á Íslandi skráð formlega á vefinn Lifandi hefðir. Sigurlaug Dagsdóttir, verkefnisstjóri vefsins Lifandi hefðir, segir frá verkefninu.

14.20–14.40 Kaffi og umræður um sundlaugamenningu á Íslandi.

 

 

2023-10-28T13:00:00 - 2023-10-28T16:00:00
-