Í október verða 150 ár liðin frá stofnun Nýja-Íslands í Kanada. Af því tilefni verður efnt til opins málþings um mál, bækur og bókmenntir innflytjenda og vesturfara á Íslandi og Nýja-Íslandi í fyrirlestrasal Eddu 3. október kl. 10–14. Að því loknu verður skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna í safnkennslustofu hússins kl. 14–16.
Stofnun Nýja-Íslands markar kaflaskil í sögu vesturferða. Þangað leituðu þúsundir Íslendinga í von um nýtt líf og betri kjör en buðust hér heima. Víða í Manitóba-fylki má finna merki um búsetu íslenskra innflytjenda, m.a. íslensk örnefni á borð við Gimli, Baldur, Lundar, Húsavík og Reykjavík. Tengslin eru þó ekki eingöngu söguleg og á hverju ári koma tugir þúsunda saman í bænum Gimli til að fagna Íslendingadeginum sem haldinn hefur verið í Manitóba í 135 ár.
Árnastofnun varðveitir gögn um íslensku vestanhafs og sögu vesturfara, m.a. örnefnaskrár, hljóðrit, handrit, bækur og margvísleg stafræn gögn. Til þess að heiðra þennan sameiginlega arf verður herbergi á bókasafninu í Eddu gefið nafnið Manitóba. Þar er geymt bókasafn Ragnars H. Ragnar sem bjó vestanhafs til fjölda ára og safnaði bókum á sviði vesturíslenskra bókmennta af mikilli ástríðu.
Dagskráin er öllum opin. Málþingið fer fram á íslensku og ensku.
Fyrirlesarar:
Anna Valdís Kro
Helga Hilmisdóttir
Hildur Sigurbergsdóttir
Jamie Johnson
Jónas Þór
Karítas Hrundar Pálsdóttir
Katelin Marit Parsons
Samuel Harold Wright
Þórhildur Helga Hrafnsdóttir