Málþing um skrift, skriftarfræði og handrit
Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, fyrirlestrasal
30. ágúst kl. 13-16:45
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur fyrir málþingi um skrift, skriftarfræði og handrit þann 30. ágúst n.k. í tengslum við ráðsfund Medieval Nordic Text Archive (Menota) í Reykjavík. Fyrirlestrarnir verða haldnir á skandinavísku máli og ensku.
Dagskrá:
13:00 Vésteinn Ólason forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum setur málþingið.
13:10 Fundarstjóri Margrét Eggertsdóttir.
Guðbjörg Kristjánsdóttir, Listasafni Kópavogs - Gerðarsafni: Artists and Scribes in the Icelandic Book of Drawings.
Svanhildur Óskarsdóttir, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Skriverne på Reynistaður - hvor mange, hvor gamle?
Guðvarður Már Gunnlaugsson, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum: Skriften i det 12. århundrede. Karolingisk skrift, protogotisk skrift og ældste delen af Reykjaholtsmáldagi.
14:40 Hlé.
15:15 Fundarstjóri Guðvarður Már Gunnlaugsson.
Odd Einar Haugen, Nordisk institutt, Háskólanum í Björgvin: Morfologi og duktus i paleografien: to vegar til det same målet?
Karl G. Johansson, Institutt for lingvistiske og nordiske studier, Háskólanum í Osló: Paleografer mellan graftyp och bokstav. Om behovet för nya vägar inom nordisk paleografi.
Alex Speed Kjeldsen, Nordisk forskningsinstitut, Kaupmannahafnarháskóla: Hvad med en norrøn eller nordisk palæografisk database? Indledende tanker og sondering af terrænet.