Í tilefni af 25 ára afmæli Íðorðabankans verður haldið málþing í safnaðarheimili Neskirkju 15. nóvember.
Dagskrá
16.00−16.15 Ágústa Þorbergsdóttir: Íðorðabanki í 25 ár
16.15−16.25 Jóhann Heiðar Jóhannsson: Íðorðastarfsemi í læknisfræði
16.25−16.35 Eygló Rúnarsdóttir: Orðin tóm eða traustur grunnur? Um ávinning orðanefndar í tómstunda- og félagsmálafræði fyrir fólk og fræði
16.35−16.45 Steinþór Steingrímsson: Opið upp á gátt? Íðorð og opin leyfi
16.45−16.55 Ása Helga Ragnarsdóttir og Vigdís Gunnarsdóttir: Leikið að orðum
Boðið verður upp á veitingar.
2022-11-15T16:00:00 - 2022-11-15T17:30:00