Skip to main content

Viðburðir

Málstofa: Oleksandr Mykhed

25. september
2015
kl. 15.30–17

 

Árnagarður


Oleksandr Mykhed, rithöfundur og kennari í ritlist við Taras Shevchenco þjóðarháskólann í Kiev í Úkraínu, flytur fyrirlestur í fyrstu málstofu misserisins. Fyrirlesturinn verður á ensku og kallast:

Haunting Aurora Borealis: in Search of Fake, Myth and Authenticity in Contemporary Iceland.“

Oleksandr hlaut styrk Snorra Sturlusonar til að dveljast hér á landi í þrjá mánuði á þessu ári til að skrifa bók um Ísland og íslenska menningu. Í fyrirlestrinum fer hann yfir rannsóknir sínar á íslenskri sögu og samtíð og tilraun sína til að skilja hvað það merkir að eitthvað sé „íslenskt“.

2015-09-25T15:30:00 - 2015-09-25T17:00:00