Skip to main content

Viðburðir

Málstofa: Ný íslensk orðabók

17. febrúar
2017
kl. 15.30–17

 

Halldóra Jónsdóttir (önnur frá hægri) og Þórdís Úlfarsdóttir (lengst til hægri) hlutu viðurkenningu fyrir orðabókarvefinn ISLEX á málræktarþingi í nóvember síðastliðnum.Málstofa: Ný íslensk orðabók
Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
17. febrúar 2017 kl. 15.30
Árnagarði við Suðurgötu, stofu 301

 

Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir eru starfsmenn á orðfræðisviði.

 

Ágrip:

Íslensk nútímamálsorðabók er nú í vinnslu hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og er sú vinna langt á veg komin. Verkið er eingöngu birt á vefnum en það byggir að mestu leyti á margmálaorðabókinni ISLEX. Um er að ræða nýja meðalstóra íslenska orðabók þar sem áhersla er lögð á nútímamálið en þar einnig að finna helsta orðaforðann úr eldra og fornu máli. Í verkinu er mikill fjöldi dæma og orðasambanda. Þar eru líka tenglar í beygingar orða (BÍN), 3200 myndir og framburður allra uppflettiorða í hljóðskrám. Einnig eru veittar greinargóðar upplýsingar um fallstjórn sagna og fleiri málfræðileg atriði. Ritstjórar orðabókarinnar eru Halldóra Jónsdóttir og Þórdís Úlfarsdóttir. Verkið er aðgengilegt í gegnum málið.is og á http://islenskordabok.arnastofnun.is/.

 

2017-02-17T15:30:00 - 2017-02-17T17:00:00