Málstofa Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Neshaga 16, 107 R.
21. september, kl. 15:00
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur fyrir málstofu föstudaginn 21. september. François-Xavier Dillmann mun flytja erindið ,,Að þýða Snorra á frönsku".
Dr. François-Xavier Dillmann, prófessor í fornnorrænum fræðum í École pratique des Hautes Études í París (Sorbonne), mun segja frá þýðingum sínum á verkum Snorra Sturlusonar. Um er að ræða þýðingu á Snorra Eddu, som kom út hjá Gallimard forlaginu í París 1991, og hefur verið mjög vinsæl hjá frönskumælandi lesendum (tíunda prentun kom út í april í ár) og á Heimskringlu.
Erindið er haldið í fundarsal stofnunarinnar að Neshaga 16 og hefst klukkan 15:00.
2007-09-21T15:00:00 - 2007-09-21T16:30:00