Skip to main content

Viðburðir

Málstofa: Ari Páll Kristinsson _ Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun.

31. mars
2017
kl. 15.30–17

Málstofa: Málheimar. Sitthvað um málstefnu og málnotkun.
Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor á málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Árnagarði við Suðurgötu, stofu 301
31. mars 2017 kl. 15.30
 

Ari Páll Kristinsson segir frá væntanlegri bók sinni sem kemur út á næstunni hjá Háskólaútgáfunni. Í bókinni er fjallað um stöðu tungumála í mismunandi samfélögum, um muninn á formi og stöðu máls, um mismunandi málsnið og breytilega málnotkun eftir aðstæðum, um hreintungustefnu, hugtökin rétt og rangt mál og gott og vont mál, málstýringu, stöðlun máls, um viðmið og um málfræðireglur og muninn á lýsandi og vísandi málfræði, um tökuorð og nýyrði, minnihlutamál og innflytjendamál og stöðu íslensku og fleiri tungumála gagnvart heimstungunni ensku. Ari Páll segir frá tildrögum ritsins en markmið hans er að lýsa þar íslenskum aðstæðum í samhengi við lík og ólík málsamfélög í nálægum löndum og annars staðar í heiminum. Litið verður yfir efnisþætti bókarinnar og lesnir úr henni stuttir kaflar. 

 

2017-03-31T15:30:00 - 2017-03-31T17:00:00