Málstefna í mótun
Háskóla Íslands, hátíðarsal
10. nóvember, kl. 11-14.25
Íslensk málnefnd vinnur nú að gerð fyrstu heildstæðu íslensku málstefnunnar. Hún verður viðfangsefni málræktarþings Málnefndarinnar og MS sem haldið verður laugardaginn 10. nóvember í hátíðasal Háskóla Íslands kl. 11–14.25. Þar verður kynnt starf vinnuhópa sem hafa rannsakað stöðu tungunnar á ýmsum sviðum, þar á meðal í listum, fjölmiðlum, skólum og stjórnsýslu. Einnig verður fjallað um lagalega stöðu íslenskunnar og íslenskukennslu fyrir útlendinga. Umræður verða um tillögur hópanna og almennt um málstefnu. Málnefndin mun að ári afhenda menntamálaráðherra drög að íslenskri málstefnu.
Dagskrá:
11.00 Þingið sett. Tónlistaratriði.
11.10 Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar: Drög að íslenskri málstefnu.
11.25 Halldóra Björt Ewen: Leikskólar, grunnskólar og framhaldsskólar.
11.45 Brynhildur Þórarinsdóttir: Háskólar, vísindi og fræði.
12.05 Fundarhlé. Veitingar í boði MS.
12.30 Tónlistaratriði.
12.40 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri MS: Jónasarvefurinn.
12.50 Veturliði Óskarsson: Tungan og tengslin – Um íslensku sem annað mál, íslenskukennslu erlendis og tengslin við norrænt málsamfélag.
13.10 Verðlaun fyrir íslenskunotkun í fjölmiðlum.
13.20 Björn Gíslason: Fjölmiðlar og listir.
13.40 Dagný Jónsdóttir: Tungumál og málfar í viðskiptum og stjórnsýslu.
14.00 Almennar umræður.
14.20 Tónlistaratriði. Þingi slitið um kl. 14.25.
Fundarstjóri Steinunn Stefánsdóttir
Allir velkomnir!
2007-11-10T11:00:00 - 2007-11-10T14:45:00