Íslensk málnefnd heldur málræktarþing fimmtudaginn 28. september kl. 15–16.30 í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands.
Fundarstjóri er Anna Sigríður Þráinsdóttir.
Dagskrá
15.00 Ármann Jakobsson, formaður Íslenskrar málnefndar: Þingsetning
15.05 Eva María Jónsdóttir og Luciano Dutra: Ályktun um stöðu íslenskrar tungu 2023
15.15 Kristrún Heiða Hauksdóttir og Hallgrímur J. Ámundason: Fjósarímur nútímans – íslenskan og stjórnsýslan
15.25 Stefanie Bade: Nýjar áskoranir sem tækifæri fyrir öflugt rannsóknarstarf
15.35 Erla Guðrún Gísladóttir: Fyrstu skref í íslenskunámi ungmenna
15.45 Jóna Dís Bragadóttir: Hvað get ég orðið?
15.55 Kolbrún Friðriksdóttir: Viðhorf til íslensku
16.05 Grace Achieng: Bara hlusta
16.15 Afhending viðurkenningar Íslenskrar málnefndar 2023
16.20 Þinglok og léttar veitingar