Himna kóngsins herbergi – tónlist úr íslenskum og evrópskum handritum frá 15. öld.
Laugardaginn 5. apríl flytur sönghópurinn Cantores Islandiae brot úr Þorlákstíðum í Eddu auk söngva úr íslenskum og evrópskum handritum frá 15. öld til heiðurs Maríu guðsmóður en Þorlákur Þórhallsson Skálholtsbiskup og María gegndu afar mikilvægu hlutverki í trúarlífi og raunar daglegu lífi Íslendinga á miðöldum og fram til siðaskiptanna.
Tónleikarnir hefjast kl. 15.
Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir.
2025-04-05T15:00:00 - 2025-04-05T16:00:00