Skip to main content

Viðburðir

Fundur Íðorðafélagsins

22. október
2024
kl. 16.30–17.30

Edda
Arngrímsgötu 5
107 Reykjavík
Ísland

Fundur hjá Íðorðafélaginu verður haldinn þriðjudaginn 22. október kl. 16.30 í fyrirlestrasal á 1. hæð í Eddu.

Dagskrá

1. Valgerður Halldórsdóttir þýðandi mun segja frá gerð orðasafns um netglæpi sem var lokaverkefni hennar í meistaranámi í nytjaþýðingum við hugvísindadeild HÍ sl. vor. Greint verður frá þeim aðferðum sem beitt var til byggja upp orðasafn um afmarkað efni sem í þessu tilviki voru netglæpir. Markmiðið var að kanna hvort hægt sé að fjalla um netglæpi á íslensku. Fjallað verður um gerð orðasafnsins og þær aðferðir sem notaðar voru við vinnslu þess. Í ljós kom að það finnast mörg íðorð varðandi netglæpi á íslensku og þar á meðal mörg samheiti. Með íðorðasafninu er tilraun gerð til að draga þessi heiti saman og gera þau aðgengileg almenningi með því að leggja þau inn sem sérstætt orðasafn í Íðorðabanka Árnastofnunar.

2. Önnur mál.

Allir velkomnir.

2024-10-22T16:30:00 - 2024-10-22T17:30:00