Skip to main content

Viðburðir

Fundur Íðorðafélagsins

16. apríl
2024
kl. 16–17.30

Edda
Arngrímsgata 5
107 Reykjavík
Ísland

Fundur í Íðorðafélaginu verður haldinn þriðjudaginn 16. apríl kl. 16 í fyrirlestrasal Eddu.

Á fundinum verður starf orðanefndar Læknafélags Íslands kynnt og mun Jóhann Heiðar Jóhannsson formaður nefndarinnar segja frá verkefnum þess.

Þá munu Páll Einarsson, Elísa Piispa, Halldór Geirsson og Fjóla María Sigurðardóttir kynna íðorðavinnu í jarðeðlisfræði á undanförnum árum í tengslum við kennslu og rannsóknir við Jarðvísindastofnun Háskólans. Orðasafnið byggir á safni íðorða í skjálftafræði og tektóník sem aðgengilegt hefur verið á vefsíðu Jarðfræðafélags Íslands um skeið. 

Allir velkomnir.

 

2024-04-16T16:00:00 - 2024-04-16T17:30:00