Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku
Reykjavík
3.-28. júlí 2017
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og hugvísindasvið Háskóla Íslands standa fyrir alþjóðlegu sumarnámskeiði í júlímánuði ár hvert í íslensku máli og bókmenntum, sögu og samfélagi. Námskeiðið er einkum ætlað stúdentum í tungumála- og bókmenntanámi en aðrir þeir sem áhuga hafa á íslensku nútímamáli og menningu eiga þess kost að sækja námskeiðið.
Síðasti dagur til að sækja um námskeiðið í sumar er 15. febrúar. Umsóknareyðublað og upplýsingar er að finna hér.
2017-02-15T12:00:00