Skip to main content

Viðburðir

Fræðslufundur Nafnfræðifélagsins: Aðalsteinn Hákonarson

21. september
2019
kl. 13.15–15

Oddi
Stofa 202
101 Reykjavík
Ísland

Aðalsteinn Hákonarson, verkefnisstjóri á nafnfræðisviði Árnastofnunar, flytur erindi sem hann nefnir:

Grænsdalur, Grændalur, Grænidalur eða Grensdalur?

Öll þessi nöfn eru eða hafa verið notuð um dal nokkurn fyrir norðan Hveragerði sem er rómaður fyrir náttúrufegurð og vinsæll til gönguferða. Í fyrirlestrinum verður reynt að varpa ljósi á innbyrðis samband nafnanna og komast nærri um hvert þeirra sé upprunalegt. Í þeim tilgangi verður farið yfir heimildir um nafngift dalsins og einnig fjallað um merkingu og orðmyndun nafnbrigðanna og skoðað hvaða ályktanir má draga af þeim þáttum um samband nafnanna. Til að skýra sambandið er einnig þörf á að gera grein fyrir breytingum þeim sem gætu hafa getið af sér hin mörgu nöfn dalsins, en þær eru vitaskuld ólíkar eftir því hvert samband nafnanna er talið vera. Þess vegna skiptir máli að skoða hvaða breytingar eru líklegri en aðrar. Í því sambandi verður rætt nokkuð um fyrirbærið alþýðuskýringar sem er tegund málbreytinga sem hefur mikla þýðingu fyrir örnefni og raunar tungumálið almennt.

Viðburðurinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

2019-09-21T13:15:00 - 2019-09-21T15:00:00