Skip to main content

Viðburðir

Bókmenntaspjall í Reykjavík- Bókmenntaborg UNESCO

16. mars
2017
kl. 17–18

Á Kaffislipp við Mýrargötu verður lífleg dagskrá þegar nokkrir af höfundum og ritstjórar bókarinnar Konan kemur við sögu lesa upp og spjalla um bókina, fimmtudaginn 16. mars, kl. 17.00–18.00.

Þau Svanhildur María Gunnarsdóttir og Þórður Ingi Guðjónsson, ritstjórar bókarinnar, ásamt þeim Evu Maríu Jónsdóttur, Halldóru Jónsdóttur og Úlfari Bragasyni fjalla um verkið og skrif sín í bókinni.

Greinasafnið Konan kemur við sögu kom út hjá Árnastofnun í árslok 2016. Bókin geymir 52 pistla eftir starfsmenn Árnastofnunar, gestafræðimenn og góðvini.

 

Í pistlunum, sem eru jafn margir vikum ársins, er aðgengilegur fróðleikur úr sögu kvenna í gegnum aldirnar, en pistlunum var safnað saman til að fagna aldarafmæli kosningaréttar kvenna árið 2015.

Í ritinu má til dæmis lesa um kvæða- og sagnakonur, skáldkonur og konur í bókmenntum og þjóðlífi fyrr og síðar, örnefni, nýyrði, tökuorð, íðorð, kenningar í skáldskap, orðabókagerð og handrit í eigu kvenna eða handrit skrifuð af konum – og er þá ekki allt upp talið. 

 

Allir velkomnir.

2017-03-16T17:00:00 - 2017-03-16T18:00:00