Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum stendur fyrir bókagleði þar sem útgáfubækur sem komið hafa út hjá stofnuninni eða eru skrifaðar af starfsmönnum eru í brennidepli.
Gleðin verður í Gunnarshúsi að Dyngjuvegi 8
miðvikudagskvöldið 13. desember kl. 20–22.
Kvöldkaffi og smákökur í boði á staðnum og allir velkomnir.
Bækurnar sem fjallað verður um eru:
Fjölnisstafsetningin eftir Gunnlaug Ingólfsson,
Málheimar eftir Ara Pál Kristinsson,
Frelsi, menning, framför efir Úlfar Bragason,
Pipraðir páfuglar eftir Sverri Tómasson,
og Katrínar saga í útgáfu Bjarna Ólafssonar og Þorbjargar Helgadóttur.
2017-12-13T20:00:00 - 2017-12-13T22:00:00