Skip to main content

Viðburðir

Ársfundur 2015 - Íslenskan er málið

20. maí
2015
kl. 08.15–10

Íslenskan er málið: Ársfundur 2015 - dagskrá

Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum verður haldinn 20. maí 2015 á Hótel Sögu, Kötlusal, kl. 8.15–10. Á ársfundinum beinum við athygli að því mikla sköpunarstarfi sem fer fram í orðanefndum og hjá höfundum sérhæfðra orðasafna. Ný viðfangsefni kalla á nýjan orðaforða og á hverjum degi verða til ný orð sem fanga nýja hugsun og nýjar uppgötvanir. Á fundinum verður rætt um nauðsyn framsýnnar fjárfestingar í íslenskri máltækni og um uppbyggingu rafrænna innviða fyrir íslenska tungu. Íslenskan stendur frammi fyrir spennandi áskorunum í hinum stafræna heimi þar sem enskan hefur óneitanlega yfirburðastöðu. Smíða þarf traust þýðingatól, máltól og talgervla sem hægt er að nota í stýrikerfum, í spjaldtölvum og í snjallsímum. Sem betur fer er þetta allt hægt – en vilji er allt sem þarf.

Dagskrá

Þorsteinn Pálsson, formaður stjórnar
Ávarp

Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður
Starfsemi stofnunarinnar árið 2014

Íslenska verði nothæf og notuð á öllum sviðum

Erna Magnúsdóttir
Íðorð í líftækni

Guðrún Hannele Henttinen
Íðorð í hannyrðum

Guðrún Kvaran
Íslensk málstefna og íslensk máltækni

Ólafur Sólimann
Macintosh fagnar þér! Um stöðu íslensks máls í Mac Os X og iOS

Sveinn í Felli
Íslenskar þýðingar á frjálsum/opnum stýrikerfum

Axelle Detaille og Hilmar Hilmarsson
Hugbúnaðarþýðingar á íslensku

Steinþór Steingrímsson
Máltækni - hver er staðan?

Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra
Ávarp

2015-05-20T08:15:00 - 2015-05-20T10:00:00