Skip to main content

Viðburðir

Árna Magnússonar fyrirlestur 2019. John Gillis, forvörður við bókasafn Trinity College í Dyflinni.

13. nóvember
2019
kl. 17–18

Reykjavík
Ísland

John Gillis, forvörður við bókasafn Trinity College í Dyflinni, mun halda Árna Magnússonar fyrirlestur miðvikudaginn 13. nóvember kl. 17 í Norræna húsinu sem hann nefnir: Interpreting the physical features of the Faddan More Psalter.

Dr. John Gillis er forvörður við Trinity College í Dyflinni. Árið 1988 stofnaði hann forvörsludeild við Marsh-bókasafnið í sömu borg og starfaði þar sem yfirforvörður. Hann hefur kennt forvörslu bóka í rúmlega 20 ár á Ítalíu. Hann hefur einnig haldið fyrirlestra bæði heima og erlendis og eftir hann hafa birst greinar í fjölmörgum tímaritum og bókum. Helsta viðfangsefni hans til þessa er forvarsla Faddan More-saltarans á Þjóðminjasafni Írlands, sem tók hátt í fimm ár. Fyrir þá vinnu hlaut hann árið 2010 verðlaun Menningararfsráðs Írlands (Heritage Council of Ireland Conservation Award). Nýlega varði hann doktorsritgerð sem fjallaði um Faddan More-saltarann frá handritafræðilegu og sagnfræðilegu sjónarmiði. John hefur tvívegis verið gestafræðimaður við Getty-rannsóknarstofnunina í Los Angeles og hefur haldið fyrirlestra víða um Bandaríkin.

Ágrip af fyrirlestrinum er hér á ensku:

In July 2006 an early medieval manuscript was unearthed from a bog in Co. Tipperary in the centre of Ireland.
The widely reported event was the start of ten years of research and conservation of what is now one of the National Museum of Ireland’s top ten treasures. Dating from the late eighth century, the codex is an illuminated psalter, written in latin, from the age of the great Irish illuminated manuscripts. Although in a poor state of preservation having been entombed in the saturated bog for over a millennium, many features of the original book have somehow survived. One unexpected feature was the vegetable tanned leather cover, which seemed to draw stylistically from Near Eastern models for its form and is unknown to us in a Western context. This lecture will describe the material nature of the Psalter and some of the unique discoveries made along the way of what is the first Insular manuscript to be discovered in over two hundred years.

 

Hægt verður að horfa á fyrirlesturinn hér

2019-11-13T17:00:00 - 2019-11-13T18:00:00