Miðvikudaginn 6. nóvember verður haldið erindi í fyrirlestraröðinni Annars hugar í fyrirlestrasal Eddu kl. 12–13. Fyrirlestraröðin er haldin á vegum námsgreinarinnar Íslenska sem annað mál í samstarfi við Árnastofnun.
Að þessu sinni flytur Karítas Hrundar Pálsdóttir opinn fyrirlestur um tungumálanám og ritlist auk þess að segja frá eigin skrifum. Karítas er höfundur bókanna Árstíðir og Dagatal sem innihalda sögur á einföldu máli. Karítas er fyrsti Íslendingurinn sem er með doktorspróf í ritlist en hún lærði við University of East Anglia í Englandi.
2024-11-06T12:00:00 - 2024-11-06T13:00:00