Föstudaginn 9. febrúar kl. 16–17 byrjar ný fyrirlestraröð á vegum námsgreinarinnar Íslenska sem annað mál í samstarfi við Árnastofnun og Málvísindastofnun og verða erindin þrjú alls. Fyrirlesararnir sem allir eru rithöfundar og skáld og skrifa á íslensku sem öðru máli munu segja frá sjálfum sér og lesa upp úr verkum sínum.
Fyrsti fyrirlesari er skáldið Jakub Stachowiak.
Fyrirlesturinn er haldinn í fyrirlestrasal Eddu. Léttar veitingar og spjall að erindi loknu.
2024-02-09T16:00:00 - 2024-02-09T17:00:00