Aðalfundur Vina Árnastofnunar verður haldinn í Eddu, Arngrímsgötu 5, 107 Reykjavík fimmtudaginn 13. febrúar kl. 17.
Hefðbundin aðalfundarstörf skv. lögum félagsins.
Vakin er athygli á að fyrir fundinum liggur tillaga stjórnar um að tekið verði upp félagsgjald og verða greidd atkvæði um þá tillögu.
Að loknum aðalfundi:
Hátíðarfyrirlestur Guðna Th. Jóhannessonar, prófessors í sagnfræði og fyrrverandi forseta Íslands:
Missagt í fræðum þessum. Nokkrir þankar um sögur, miðlun og sannleiksgildi
Í erindinu verður rætt um mikilvægi þess að varðveita fornrit og annan sagnaarf en ekki síður að rannsaka þau verðmæti og miðla þeirri þekkingu til fróðleiksfúss almennings. Einnig verður tæpt á sannleiksgildi hinna fornu sagna og ýmsum álitamálum sem vöknuðu þegar fræðimenn og aðrir fóru að draga það í efa.