Skip to main content

Snæbjörn Snorrason Johnson kveður niður Indjánadraug

Sögn Hallgríms Stadfeldt
Norðan við Riverton, EF 72/34

Audio

[H.Ö.E.:] Já, þið urðuð ekki varir mikið við,-

Nei,

[H.Ö.E.:] svona yfirnáttúrulega hluti?

No, hreint ekki. 
Það gat, það gat, getur oft komið fyrir svoleiðis, sem er bara hrein og bein vitleysa. Til dæmis þegar fólk flutti í burtu hérna þá stóð stórt hús hérna, Snorrahúsið þar sem að Snæbjörn Snorrason frá, - S.S. Johnson faðir þeirra, framúrskarandi maður í alla staði; Snæbjörn Johnson. Þú hefur, þú hefur verið í Árborg þá hefur þú kynnst þarna S.S. Johnsons. Þeir hafa stóru McCloud búðina? 
Já. Faðir þeirra var mestur frumbyggjasonur, álít ég, hér; jötunmenni, þrekmenni mikill og, og snilldarmaður. Ég sagði honum einu sinni: "Að mínu áliti þá eru tveir menn í sögunni, historíunni, sem að mér finnst Snæbjörn líkja mest. Og það er Skarphéðinn, Skarphéðinn í brennunni, - hann var svoleiðis, hann var eins og dálítið kinnabeinaber eins og Skarp-, myndin af Skarphéðni, eða lýsingin af Skarphéðni er - og Abraham Lincoln. Þessir tveir menn eru, sem að mér fannst Snæbjörn svipa mest.
Og hann svipaði þeim í meira heldur en útliti. Báðir, báðir þessir menn voru sex fet og fjegur; er sagt. Ég hef heyrt af manni sem sá Skarphéðin í draumi, að hann hafi verið um sex fet og fjegur. Og Lincoln var sex fet og fjegur. Og Snæbjörn var sex fet og fjegur [hlær]. Ég sagði þeim að kannski að það væri bara af því að allir voru sex fet og fjegur! En það var hann, hans personality , hans Snæbjörns. Þetta var snillingur, spekingur. Ræða sem hann hafði einu sinni á Hnausum, þú hefur líklega ekki heyrt hana, Valdi ? Hann, hann talaði um, hann lagði út af því hvað við þyrftum lítið að gera. Það væri annar kraftur sem að gerði hlutina heldur en okkur, - heldur en við. Sjáðu, við settum kornið í jörðina. Hvað gerðum við meira? Við biðum eftir að það yrði, yrði fullvaxið bara. Það er annar kraftur sem er að renna hlut-, renna hlutum . Og við gerum svo lítið. Snilldarræða sem hann lagði út af þessu efni, Snæbjörn Snorrason. Við kölluðum hann alltaf Snæbjörn Snorrason Johnson.
Nema...

[H.Ö.E.:] En...

Hann tók mikið, hann bar mikið meira skilning á svona. Ég gæti sagt þér svolitla sögu af, þegar að hann fór á veiðitúrinn langa, norður...

[H.Ö.E.:] Já.

Þrjú hundruð og fimmtíu mílur norður fyrir La Pas eða The Pas. Hann fór það með öðrum manni, þegar hann var á yngri árum, svo að segja, hann var vel fullvaxinn. Og þegar þeir eru á ferðinni þarna upp, - þeir þurftu að komast út fyrir alla indjána því indjánar líkar ekki að hvítir menn voru að koma inn í sín veiðihéruð. Svo að þeir urðu að fara þennan óraveg norður fyrir indjána alla. Og þar var mikið að veiða náttúrlega. En þegar kemur, þegar þeir eru á ferðinni og fara að nálgast þarna vatn dálítið sem þeir ætluðu að settla hjá, - Hudsonflóafélagið átfittaði þá svoleiðis og lagði þeim fyrir ráð, hvurt ætti að fara - þá, þá fara menn að segja honum, segja Snæbirni og félaga hans, - hann hét Jóhann, félagi hans - að þeir skuli ekki fara þarna að þessu vatni. Það hafi, það hafi hvur eftir annan, menn farist sem hafi farið þangað. Það hafi, það sé reimt þar. Það séu, það hafi farist þar voðamikill indjáni, jötunindjáni, einhvurn tíma, og félagar hans. Og það sé svo reimt að enginn haldist við þar þó hann fari þar inn. Menn fóru að segja honum þetta. Þeir héldu eins áfram fyrir því af því að Snæbjörn var ekki á því að óttast svoleiðis lagað [hlær].
Þegar þeir eru rétt, þeir koma þar inn, - já, að þess-, ströndinni á þessu vatni þar sem að var, Hudsonflóafélagið hafði sagt þeim að væri best að byggja eða setjast að - þá, fyrstu nóttina, þá, - þeir sváfu þar í, bara á land, á jörðinni bara, undir opnu lofti, þá kemur, dreymir Snæbjörn að það kemur risavaxinn indjáni og er fjarskalega illúðlegur og ónotlegur og er að skipa þeim í burtu; tafarlaust í burtu. En Snæbjörn stendur sig og segir að þeir, - félagið hafi sagt þeim, að þeir skuli fara að veiða þarna; stendur sig og þrætir við hann. Þetta gekk lengi, að eftir því sem hann komst
næst, um nóttina, að það stendur yfir þessi hroðarimma, - bjóst við illindum bara hvunær sem væri; að hann réðist á sig, indjáninn. En loksins þá slakar indjáninn og, og eftir dálítinn tíma er hann horfinn. Þá vaknar Snæbjörn og hann var eins og dreginn af sundi, frá hvirfli til ilja af svita. Átökin voru svo mikil í svefninum, sko, að búast við að fara í handamál við hann, hvunær sem var, indjánann.
Þessa sögu, þetta sagði Snæbjörn mér sjálfur, og fleirum. En það var það einkennilegasta við það að átökin og áhuginn voru svo mikil í svefninum að hann var eins og dreginn af sundi þegar hann vaknaði. Og indjáninn kom aldrei fram aftur. Þeir voru þarna um veturinn og, og var aldrei neitt, angraðir á neinn hátt. 
Svo að það er nokkuð til í svona löguðu. Indján-, indjánar höfðu og flúið, og þegar þessi svipur fór að koma að ásækja þá, þá höfðu þeir flúið alltaf. En Snæbjörn stóð sig framan í honum og það dugði. Hann, hann sneri, hætti við og boðraði þá ekkert meira.