Stofnunin á fulltrúa í stjórn Miðaldastofu og dósent í miðaldafræði hefur starfsaðstöðu á stofnuninni. Nemendur í miðaldafræði hafa aðgang að bókasafni stofnunarinnar.
Miðaldastofa er hluti af Hugvísindastofnun Háskóla Íslands. Miðaldastofa er vettvangur fyrir rannsóknir í miðaldafræðum og fyrir þverfræðilegt samstarf og verkefni sem varða málefni og miðlun miðaldafræða.
Markmið Miðaldastofu er að:
- leiða saman miðaldafræðinga úr mismunandi fræðigreinum,
- skipuleggja rannsóknaverkefni og eiga aðild að þeim,
- standa fyrir ráðstefnum og málstofum,
- stuðla að samstarfi við stofnanir innan og utan Háskóla Íslands,
- beita sér fyrir útgáfu fræðilegs efnis um miðaldir.
(Texti fenginn af vef Miðaldastofu).