Máltæknisetur
Máltæknisetur (Icelandic Center for Language Technology, ICLT) er samstarfsvettvangur orðfræðisviðs Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (áður Orðabókar Háskólans), Málvísindastofnunar Háskóla Íslands og Tölvufræðideildar Háskólans í Reykjavík um rannsóknir, þróun og kennslu í máltækni.
Hlutverk setursins er að vera miðstöð íslenskrar máltækni. Hlutverki sínu gegnir það m.a. með því að
- vera upplýsingaveita um íslenska máltækni og reka vefsetur í því skyni
- stuðla að samstarfi háskóla, stofnana og fyrirtækja um máltækniverkefni
- skipuleggja og samhæfa háskólakennslu á sviði máltækni
- taka þátt í norrænu, evrópsku og alþjóðlegu samstarfi á sviði máltækni
- eiga frumkvæði að og taka þátt í rannsóknaverkefnum á sviði máltækni
- eiga frumkvæði að og taka þátt í hagnýtum verkefnum á sviði máltækni
- halda utan um ýmiss konar hráefni og afurðir á sviði máltækni
- halda árlega ráðstefnu með þátttöku fræðimanna, fyrirtækja og almennings
- beita sér fyrir eflingu íslenskrar máltækni á öllum sviðum
Setrinu er einkum ætlað að vera vettvangur fyrir samstarf einstaklinga sem starfa á sviði máltækni hjá samstarfsaðilunum, og jafnframt bakland þeirra vegna þátttöku í ýmiss konar innlendu og erlendu samstarfi.
Fulltrúi stofnunarinnar í stjórn Máltækniseturs er Sigrún Helgadóttir.