Handrit
Á sviði handrita- og textafræði er unnið að margvíslegum rannsóknum á máli, bókmenntum og sögu fyrri alda. Nú um stundir er unnið að ýmiss konar fræðilegum og hagnýtum verkefnum, stærri og smærri, sem snerta varðveislu handritanna, rannsóknir á þeim og útgáfu. Rannsóknir eru stundaðar á textum handritanna, oft í samstarfi við aðra sem sinna verkefnum á sviði handritafræða.
Þjóðfræði
Á stofnuninni er varðveitt þjóðfræðisafn en í því er hljóðritað efni sem safnað er úr munnlegri geymd. Starfræktur er gagnagrunnur, á vegum Ísmús, þar sem finna má flokkaða yfirlitsskrá um þjóðfræðiefni ásamt hljóðritum (að hluta). Unnið er að rannsóknum á efni safnsins og ýmsum verkefnum sem því tengjast, einkum söfnun og skráningu.
Örnefni
Örnefni og nafngiftahefðir eru mikilvægur hluti af íslenskum menningararfi og hafa mörg örnefni varðveist frá upphafi búsetu í landinu.
Í örnefnasafni stofnunarinnar eru geymdar skrár yfir örnefni á flestum jörðum á Íslandi, en auk þess skrár yfir örnefni á afréttum og skrár yfir nöfn á fiskimiðum svo eitthvað sé nefnt.
Stefnt er að því að útbúa gagnagrunn og vefgátt – nafnið.is – til að bæta aðgengi að safninu fyrir almenning og fræðimenn. Nýlega veitti RANNÍS styrk til verkefnisins og hefst vinna við það á árinu 2019.
Hluti örnefnasafns er aðgengilegur í Sarpi, gagnasafni um menningarsögu.
Í örnefnasafni stofnunarinnar eru geymdar skrár yfir örnefni á flestum jörðum á Íslandi, en auk þess skrár yfir örnefni á afréttum og skrár yfir nöfn á fiskimiðum svo eitthvað sé nefnt.
Stefnt er að því að útbúa gagnagrunn og vefgátt – nafnið.is – til að bæta aðgengi að safninu fyrir almenning og fræðimenn. Nýlega veitti RANNÍS styrk til verkefnisins og hefst vinna við það á árinu 2019.
Hluti örnefnasafns er aðgengilegur í Sarpi, gagnasafni um menningarsögu.