Kjalarnes
Örnefnið Kjalarnes er gagnsætt að merkingu, samsett úr orðliðunum kjölur og nes. Eftirfarandi sögn hefur gengið í munnmælum á Kjalarnesi: „Fundu forfeður vorir kjöl af stóru skipi út fyrir Kjalarnestöngum, s.s. um Músarnes, og var þá landið hér undir Esju nefnt Kjalarnes“ (örnefnaskrá Brautarholts í örnefnasafni).
Nánar