Ný vefslóð Orðabankans
Ný vefslóð Orðabankans er www.ordabanki.hi.is. Fyrri slóð, http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search, er ekki lengur virk.
NánarNý vefslóð Orðabankans er www.ordabanki.hi.is. Fyrri slóð, http://herdubreid.rhi.hi.is:1026/wordbank/search, er ekki lengur virk.
NánarÞrjú ný Icelandic Online námskeið verða opnuð í Norræna húsinu 7. september kl. 16. Vigdís Finnbogadóttir opnar námskeiðin. Icelandic Online er vefnámskeið í íslensku sem öðru máli. Þegar hafa verið útbúin námskeiðin Icelandic Online og Icelandic Online 2.
NánarFrændafundur 7 er ráðstefna sem er haldin á vegum Hugvísindasviðs Háskóla Íslands og Fróðskaparseturs Føroya í samvinnu við Norræna húsið. Á ráðstefnunni verður fjallað um fjölbreytileg efni sem tengjast Íslandi og Færeyjum. Öllum er heimill ókeypis aðgangur.
NánarFjölbreytt tónlist verður flutt allan daginn og fram á kvöld í Bókasal Þjóðmenningarhússins á Menningarnótt. Dagskráin hefst strax kl. 14 og lýkur á ellefta tímanum um kvöldið. Enginn aðgangseyrir verður að tónleikum eða sýningum og gestir geta nýtt sér barna- og fjölskyldunálgun sem útbúin hefur verið fyrir flestar sýningar í húsinu.
NánarLaugardaginn 28. ágúst kl. 17 verður fluttur einleikurinn Hallveig ehf. í gömlu Reykholtskirkju í Reykholti. Leikurinn fjallar um ævi Hallveigar Ormsdóttur sem var seinni kona Snorra Sturlusonar og bjó með honum í Reykholti þar til hún lést rétt rúmlega fertug að aldri.
NánarÁrlegur fundur norrænu málnefndanna og ráðstefna í framhaldi af honum fer fram í Þórshöfn í Færeyjum 26.-28. ágúst. Guðrún Kvaran stofustjóri á orðfræðisviði stofnunarinnar flytur þar erindið: Nabosprogsundervisning på Island og opfølgningen af Nordisk sprogdeklaration.
NánarSagan af Árna yngra ljúfling er ein fyrsta íslenska skáldsagan í nútímaskilningi. Hún hefur ekki áður verið gefin út eftir eiginhandarriti sem höfundurinn, Jón sýslumaður Espólín (1769–1836), ritaði á síðustu æviárum sínum.
NánarÍ tilefni af því að 100 ár eru liðin frá því að örnefnaskráning hófst verður haldið málþing um örnefni laugardaginn 30. október. Þingið verður haldið í sal Þjóðminjasafns Íslands og hefst að morgni og stendur eitthvað fram eftir degi. Starfsmenn nafnfræðisviðs stofnunarinnar annast undirbúning þingsins.
NánarMennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað nýja stjórn stofnunarinnar. Stjórnin er þannig skipuð:
NánarFjórða bindið í fræðilegri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar (1614–1674), Ljóðmæli 4, er komið út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Það hefur að geyma andlegan kveðskap sem tengist hringrás náttúrunnar, tímaskiptum, svo sem dægra- og árstíðabreytingum, bæði lengri sálma og stök vers, alls 39 talsins.
Nánar