Search
Þrjátíu nemar luku sumarskóla í handritafræðum
Sumarskóla í handritafræðum var slitið í Kaupmannahöfn föstudaginn 18. ágúst. Skólinn er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Nordisk Forskningsinstitut í Kaupmannahöfn í samvinnu við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.
NánarÁ annað hundrað manns á ársfundi 2017
Ársfundur Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum fór fram í Gamla bíói að morgni fimmtu-dagsins 14. september.
NánarSigurðar Nordals fyrirlestur 2017
Sigurðar Nordals fyrirlestur var haldinn við hátíðlega athöfn í Norræna húsinu 14. september.
NánarLorenzo Gallo á málstofu
Málstofa með Lorenzo Gallo var haldin föstudaginn 22. september. Lorenzo Lozzi Gallo við Háskólann í Messina á Ítalíu hefur dvalið hér á landi undanfarna mánuði sem styrkþegi Snorra Sturlusonar.
NánarMálheimar veita innsýn í stöðu tungumála heimsins
Í sumar kom út hjá Háskólaútgáfunni bókin Málheimar eftir Ara Pál Kristinsson rannsóknarprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Ari hefur um áratuga skeið skoðað og starfað í námunda við málstefnur, málstýringu og málrækt og hefur því góða innsýn í marga málheima.
NánarNýir styrkþegar
Mennta- og menningarmálaráðuneytið styrkir árlega nokkra erlenda afburðanemendur til náms í íslensku sem öðru máli. Alþjóðasvið Árnastofnunar heldur utan um þessa styrkþega frá umsókn að útskrift.
Nánar