Sumarskóla í handritafræðum var slitið í Kaupmannahöfn föstudaginn 18. ágúst. Skólinn er samstarfsverkefni Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Nordisk Forskningsinstitut í Kaupmannahöfn í samvinnu við Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn.
Nemendur í skólanum þetta árið voru þrjátíu, þar af hlutu átján grunnmenntun, átta voru framhaldsnemar og fjórir mættu í vinnustofur og unnu með forn handrit undir leiðsögn sérfræðinga.
Þó nemendur við skólann hafi oftast verið fleiri, myndaðist góð stemmning og vinnusemi var mikil. Þetta ár varði námskeiðið í tvær vikur, en það hefur undanfarin ár varað í rúma viku.
Nemendur sátu ekki aðeins í skólastofum og unnu með handrit því einnig var farið í vettvangsferð til Roskilde og Lejre, þar sem Lejre museum var heimsótt.
Hér má fræðast frekar um námið.